Reglur og skilmálar Danssporsins
Almennar reglur
Dansarar skulu mæta stundvíslega í alla danstíma í viðeigandi fatnaði, með hárið greitt frá andliti og allir skartgripir fjarlægðir.
Á æfingum skal vera í studio dansfatnaði eða öðrum íþrótta/dansfatnaði sem gott er að hreyfa sig í. Dansarar skulu vera í táslum eða öðrum viðeigandi dansskóm.
Ekki er leyfilegt að vera með tyggigúmmí á æfingum.
Mæting er skráð fyrir hvern danstíma. Ef dansari mætir meira en 15 mínútum of seint í tíma eða ekki í viðeigandi fatnaði er dansari beðinn um að horfa á.
Dansari/foreldri/forráðamaður skal tilkynna veikindi eða önnur óhjákvæmileg forföll í gegnum Abler appið áður en kennsla hefst.
Öll samskipti við Danssporið studio skulu fara fram í gegnum Abler appið eða tölvupósti.
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn séu með Abler appið með kveikt á tilkynningum. Öll samskipti og tilkynningar frá þjálfara fara þar í gegn.Dansarar skulu ganga vel um öll rými Danssporsins og skilja ekki eftir rusl. Vinni dansarar vitandi vits tjón á eigum studiosins ber þeim/forráðamönnum þeirra að bæta fyrir það.
Samskipti dansara og kennara ættu alltaf að einkennast af virðingu og tillitssemi.
Dansarar virði verkstjórn kennara, sýni háttvísi, einbeiti sér að viðfangsefninu og gæti þess að valda ekki ónæði.
Þjálfarar Danssporsins hafa rétt á að færa nemanda um hóp ef þau telja að það henti betur fyrir dansarann.
Sýna ber háttvísi og prúðmennsku í studioinu og alls staðar þar sem komið er fram í nafni þess.
Dönsurum ber að gæta vel að fatnaði sínum og öðrum eigum.
Öll verðmæti ætti að taka með sér inn í æfingasal þar sem Danssporið getur ekki tekið ábyrgð á eigum dansara.
Áhorf æfinga er ekki leyfilegt nema á auglýstum tímum eða sýningum.
Danssporið tekur öllum eineltis og ofbeldismálum alvarlega. Ef dansari verður sekur um slíkt verður fyrst rætt við foreldra/forráðamenn. Ef slík hegðun heldur áfram er möguleiki á að dansara verði vísað frá.
Greiðsluskilmálar
Skráning fer fram í gegnum Abler.
Skráning á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á æfingagjöldum. Ef gjöld eru ekki greidd áskilur Danssporið sér rétt til að meina nemanda aðgangi að danstíma.
Ef forföll eru tilkynnt áður en að önnin hefst er 10.000,- staðfestingargjald óendurkræft. Innritun er bindandi og gjöld danstíma fást ekki endurgreidd eftir að önn hefst.
Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt er með frístundastyrk.
Danssporið er með samning við Mosfellsbæ, Reykjavíkurborg, Akranes, Hvalfjarðarsveit og Hafnarfjörð um aðild að frístundastyrk. Hægt er að nota styrkinn á námskeið sem eru 10 vikur eða lengri samkvæmt reglum sveitafélaganna.
Danssporið býður upp á 10% systkinaafslátt. Einnig er gefinn afsláttur ef skráð er dansara á fleira en eitt námskeið.