PIVOT
Almennir danstímar (D1, D2, D3) | Acrobat | Stepp+Ballett
Pivot hentar vel fyrir þá sem hafa áhuga á að læra dans en vilja ekki keppa eða skuldbinda sig við keppnistengda hluti.
Pivot hentar einnig fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir Pirouette hóp.
Æfingar fara fram 1x-2x í viku.
Hægt er að æfa oftar með því að skrá sig í valtíma, þá er hægt að æfa allt að 4x í viku.
Tímar Danssporsins og verðskrá
Sumarönn 2025: 5. maí - 8. júní
Aðalhópur - Almennir danstímar
D1 (3-5 ára): Æfing 1x í viku - 13.750,-
Laugardagar kl 10-10:40
D2 (5-8 ára): Æfing 2x í viku - 27.500,-
Mánudagar og miðvikudagar kl 17:15-18:15
D3 (8-15 ára): Æfing 2x í viku - 27.500,-
Mánudagar og miðvikudagar kl 16-17
Valtími - Acrobat
A1 (P-L6): Æfing 1x í viku - 10.250,-
Þriðjudagar kl 17:15-18:15
Acrobat tímar Danssporsins byggjast upp á æfingakerfi “Acrobatic Arts” sem hefur skilað góðum og öruggum árangri hjá dönsurum.
Acrobat er tekið sem viðbót við danstíma.
Valtími - Stepp + Ballett
S1: Æfing 1x í viku - 10.250,-
Fimmtudagar kl 17:15-18
Í almennum danstímum Danssporsins er unnið með mismunandi dansstíla yfir önnina eins og Jazz, Lyrical og Contemporary.
Auk dansins læra nemendur líka hvernig á að vinna með öðrum, efla sjálfstraustið sitt og auka líkamsvitund.
Í stepp + ballett tímum er meiri áhersla lögð á stepp dans en unnið er með léttar ballett æfingar sem byggja upp líkamsstöðu og styrk.
Stepp+Ballett er tekið sem viðbót við danstíma.
Stundatafla og viðburðardagatal
Stundatafla: Sumarönn 2025
5. maí - 8. júní
Viðburðardagatal verður birt síðar